BRÚSKUR -  www.bruskur.com


Myndir / Photos

Hafðu samband / Contact

Áhugamál / Interests

Tenglar / Links

Heim / Home


English


Vefpóstur / Webmail


Veðrið / Weather

Velkomin á heimasíðu Margrétar, Stefáns og Brúsks.

Við búum í augnablikinu í Bergen og höfum búið hér í Noregi síðan 2002, fyrst í Osló en í Bergen síðan um áramótin 2002-3.  Hérna í Bergen er margt eins og maður er vanur að heiman, snjókoma, slydda, sól, rok og rigning, allt sama daginn.  

Annars vinnur Margrét á læknastofu og er í sérnámi í heimilslækningum, Stefán vinnur við hugbúnað og Brúskur (hundurinn okkar) hugsar aðallega um að fá sér í svanginn.  



3/5/2005 - Ferming í Suður-Noregi
Sigurður Árni, hálfbróðir Margrétar á fjölskyldu við Grimstad á suðurodda Noregs.  Við skruppum í fermingu hjá syni Sigurðar Árna nú í vor og stoppuðum í Harðangursfirði á leiðinni.  Þetta var skemtileg ferð, bæði að hitta Sigurð Árna og fjölskyldu fyrsta skipti í mjög langan tíma og einnig var ferðin í Harðangursfjörð og yfir Haukelifjallið og Setersdalinn spennandi og við fengum sól og rjómablíðu allan tímann.  Sjá myndir á myndasíðu.

 Ferming2.JPG (142813 bytes) 

3/5/2005 - Nýtt símanúmer
Hérna í Noregi gengur illa hjá Telenor og hagnaðurinn var bara 5 milljarðar NOK fyrstu þrjá mánuði ársins.  Þetta skýra símamenn með aukningu í notkun breiðbandssíma í stað gamaldags fastlínu.  Okkur finnst eins og svo mörgum öðrum lítil ástæða til að borga 5-10.000 íslenskar á mánuði fyrir fastlínusíma með skrefatalningu, þegar hægt er að fá sambærilegan breiðbanssíma fyrir rúman þúsundkall.    Svo við erum sem sagt komin með breiðbandssíma og nýtt símanúmer:  

Stefán og Margrét Bergen:    0047-53504821.

Með breiðbandssímananum er hægt að tala ótakmarkað milli landa án þess að borga aukaskref.  Því er það engin afsökun lengur að símtölin heim séu alltof dýr :-)

20/2/2005 - Sól !
Eftir ótrúlegan rignarkafla (meira að segja á Bergenskan mælikvarða) hefur nú sést til sólar í Bergen.  Menn ráku upp stór augu þegar gulu fyrirbæri sást bregða við bláan austurhimininn nú á mánudaginn var.  Þetta var fyrsta sólarglennan í Bergen árið 2005 (held ég...), en síðan þá hefur satt best að segja verið hið ágætasta veður. 

Við nýttum góða veðrið nú um helgina til útivistar og gengum m.a. Fjellveien sem er göngustígur sem liggur eftir Flöyen endilöngu, en Flöyen er það fjall sem liggur næst miðbænum hérna í Bergen.  Myndin hér að neðan (fengin að láni hjá www.jonthorjoh.com) sýnir útsýnið frá hlíðum Flöyen og  yfir miðborg Bergen.

Floyen_JTJ.jpg (115211 bytes)

20/2/2005 - Fleiri heimasíður
Nú er Olgeir bróðir í Hölen kominn með heimasíðu.  Sjá www.ollicool.tk.

5/12/2004 - Rigning
Það rignir af og til í Bergen.  Eftir ágætan kafla með snjó og jólastemmingu hefur verið blautt undanfarið.  Eftir að hafa verið með annan fótinn í Bergen í næstum 2 ár héldum við að við værum orðin flestu vön....en úrkoman síðustu daga hefur verið hreint ótrúleg.  Bara síðasta sólarhringinn hefur rignt 90 mm, en til samanburðar er ársúrkoman í Reykjavík um 800 mm.

5/12/2004 - Tenglar
Fleiri og fleiri eru komnir með sína eigin heimasíðu á netinu.  Hérna er tenglar hjá nokkrum kunningjum sem hafa sett upp síðu nýlega:

Þorsteinn Valdimarsson í Hölen í Noregi

Jón Þór Jóhannsson í Bergen

Jens og Kristín í Kína að ættleiða litla stúlku  

5/12/2004 - Jólastemming
Hvert staður hefur sína jólasiði.  Hérna í Bergen er m.a. byggt (heimsins stærsta) piparkökuhúsaþorp.  Börn í leikskólum í allri Bergen eyða haustinu í að búa til piparkökuhús, sem svo eru til sýnis í einni af verslunarmiðstöðvunum.

Piparkokuhus.JPG (68958 bytes)

Annar jólasiður er að laugardaginn fyrir upphaf aðventu er kveikt á jólatrénu í miðbænum og einnig er kveikt á kyndlum og athöfninni lýkur með mikilli flugeldasýningu.  Í þetta skipti rigndi aðeins á meðan kveikt var á jólatrénu :).

Jolastemming.JPG (83848 bytes)

5/12/2004 - Fallegt haust
Haustið í Bergen hefur verið fallegt (þegar sést hefur útúr augum fyrir rigningu).  Það hafa bæði verið góðir sólardagar og svo var líka snjór í um vikutíma í nóvember.  Við fórum líka í góða haustferð í sumarbústað við Hemsedal í lok október og var þar kominn vetur.

UlrikenHaust2004.JPG (69520 bytes) Snjokall.JPG (39496 bytes)

17/7/2004 - Queen Mary 2 í heimsókn
Stærsta skemmtiferðaskip í heimi, Queen Mary 2 var í heimsókn í Bergen í dag.  Skipið er 151.000 tonn, yfir 300 metra langt, tekur 2.600 farþega og er knúið áfram af 157.000 hestafla gastúrbínum.  Sjá myndasíðu.

QM1.JPG (42523 bytes)

17/7//2004 - Fjöllin í kringum Bergen
Einn af plúsunum við að búa hérna í Noregi eru góðir möguleikar til útivistar.  Helstu útivistarsvæðin hérna í Bergen eru "Byfjellen", þ.e. hin 7 fjöll sem umlykja bæinn á 3 vegu.  Á myndasíðu er að finna nokkrar myndir af "fjallaferðum" okkur í Bergen.

Floyen.JPG (41031 bytes)

31/5/2004 - Myndir frá Bergen
Hérna eru nokkrar nýjar myndir frá Bergen.  Við höfum ekki verið dugleg að uppfæra heimasíðuna undanfarið, en það er á stefnuskránni að bæta úr því í sumar.  Annars rigndi næstum stanslaust í 4 mánuði eftir að við fluttum hingað um áramótin, en síðustu daga hefur ástandið heldur færst til betri vegar og hitinn er yfir 20 gráður.  Við búum stutt frá sumarbústað Haraldar konungs og þegar hann er ekki í bænum er hallargarðurinn fullur af fólki sem sleikir sólina, nýtur lífsins og baðar sig.  Myndir frá Bergen.

Gamlehaugen1.JPG (138143 bytes)

30/1/2004 - Bergen
Jæja, nú erum við flutt frá Osló til Bergen.  Þetta er ágætt hérna, að minnsta kosti er veðurfarið kunnuglegt :-).  Við búum í Paradís uþb. 10 mínútur frá miðbæ Bergen og næstu nágrannar okkar eru villisvín, hani (sem galar allan daginn), nokkrir hestar og svo kóngurinn.  Reyndar er kóngsi sjaldan heima svo við höfum ekkert séð hann, hann er víst eitthvað lasinn núna og dvelur að mestu leyti í Osló.

kongsi.JPG (50988 bytes)

Eldri fréttir

This page was last updated on 14-08-2006.

Contact:  stefan@bruskur.com